Hindranirnar í Gung-Ho!

Í Gung-Ho! fara þátttakendur í gegnum 10 stórkostlegar hindranir sem þróaðar voru með fremsta framleiðanda uppblásinna þrauta í heimi. Hér má sjá myndir af þrautunum, sem allar eru kallaðar eftir vinsælum lögum úr poppsögunni.

Þrautabrautin er hönnuð að vettvangi hverju sinni og röð hindrana breytileg en á myndinni til hægri má sjá dæmi um þrautabraut.

START ME UP

Hér byrjar fjörið í GUNG-HO!

Fyrsta þrautin er ekki sú flóknasta en það gerir það bara mun vanræðalegra að detta í þessari því það sjá þig allir. Start me up er 158 fermetrar að stærð.

CAN I KICK IT?

Þessi gefur orðinu boltaland nýja meiningu. Á þessum sparkvelli er fjöldi bolta þar sem flestir eru yfir 2 metrar í þvermál og með þá á fleygiferð gæti verið snúið að komast í gegnum völlinn.

DAY TRIPPER

Útlit getur verið blekkjandi, ekki satt? Fátt meira en þessi þraut. Kemstu í gegnum þessa með því að stökkva á milli gatanna? Ætlar þú að hoppa, skoppa eða valhoppa yfir á hinn endann? Hvað sem þú gerir, ekki hlæja að vinum þínum ef þeir detta, þú gætir mjög líklega slegist í för með þeim!

BORN SLIPPY

Þessi lítur út fyrir að vera einföld hindrun en er það ekki. Fyrst þarfu að komast yfir fyrri hlutann en þú verður að komast yfir þann seinni líka… ef ekki verður þú eins og kónguló föst í baðkari.

SURFIN’

Ef þú nærð að hlaupa þessa endanna á milli þá ertu hetja. 208 fermetra öldudalur reynir að klekkja á þér á leiðinni.

MANIAC

Þessi ber nafn með rentu, algjör sturlun. Tvisvar sinnum upp og niður 8 metra háa brautina með alls kyns þrautum og veseni. Það er í þessari þraut sem crossfit þátttakendur taka út sína útrás.

UNDER PRESSURE

Þegar þú stekkur inn í Under pressure þá veistu ekkert hvað tekur á móti þér. Hér þarftu að skríða, klifra og taka kollhnís til að komast í gegn. Svo þegar út er komið veltir þú því fyrir þér hvað gerðist.

THE WALL

Hér hlaupa margir á vegg, í orðsins fyllstu merkingu. Það eru ekki margir sem komast yfir þessa hjálparlaust. Ert þú einn þeirra? Hver veit en ekki hika við að þiggja hjálp. Við hefðum líka geta kallað þessa With a little help from my friends.

WALKING ON THE MOON

Ok, þetta er hún. Stærsta hoppudýna í heimi. 12 metra breið, 32 metrar á lengd og 5 metrar á hæð. Alls er hún 378 fermetrar og 1.890 rúmmetrar. Líklega er þessi þraut talsvert stærri en húsið þitt en ef þú átt stærra hús þá gætir þú kannski verið með þessa í garðinum hjá þér.

THE FINAL COUNTDOWN

Þér tókst það, aðeins ein hindrun í viðbót og þú ert Gung-Ho! Lokahindrunin er samt ein sú stærsta í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Krossleggið hendurnar og dembið ykkur niður brautina úr 8 metra hæð.

Ekki eru sömu þrautir í öllum viðburðum Gung-Ho!