Er tímataka í hlaupinu?

Nei, það er engin tímataka því fókusinn er á að þú skemmtir þér sem best. Vissulega getur þú tekið tímann sjálf(ur) og reynt að vinna hlaupið en í verðlaun er ekkert nema í besta falli montrétturinn.

Get ég keypt miða á viðburðinum sjálfum?

Já, það er hægt að kaupa miða á staðnum ef það er ekki uppselt. Athugaðu að það er ræst í ákveðnum hollum og því þarftu að fá miða í holl sem ekki er uppselt í.

Þarf ég að vera í sérstökum klæðnaði?

Nei, þú getur verið í hverju sem er og við viljum endilega sjá þig í einhverju skrautlegu. Það gerir þátttökuna bara skemmtilegri.

Get ég labbað eða sleppt hindrunum?

Auðvitað. Þú getur hlaupið, skokkað, labbað eða farið í gegnum brautina hvernig sem þér dettur í hug, nánast, svo lengi sem þú skemmtir þér og öðrum. Ef þér líst ekkert á einhverja hindrunina þá hvetjum við þig til að taka fram símann og taka myndir af vinum þínum reyna sig við hindrunina.

Get ég hlaupið með vinum og vandamönnum?

Já, algerlega. Það er ræst út í 250 manna hollum á 15 mínútna fresti og þegar miðar eru keyptir í viðburðinn þá er tímasetning valin af kaupendum. Vina- og fjölskylduhópar eru hvattir til að koma sér saman um tímasetningu.

Eru afslættir fyrir stærri hópa?

Það er ekki veittur afsláttur fyrir hópa í miðasölunni en einhverjir afslættir gætu verið veittir fyrir stóra hópa á borð við “saumaklúbba”, fyrirtæki, félög eða góðgerðarhópa. Endilega hafið samband við okkur fyrir nánari upplýsingar.

Er eitthvað aldurs eða hæðartakmark í hlaupið?

Það er ekkert aldurstakmark en þátttakendur ættu að vera minnst 125 cm á hæð til að tækla sumar hindranirnar. Börn undir 12 ára aldri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Má ég taka hundinn minn með?

Nei, því miður er ekki leyfilegt að hlaupa með hund eða önnur gæludýr í Gung-Ho. Það eru margar augljósar ástæður fyrir því ;o)

Hjól eða hlaupahjól?

Hjól, hlaupahjól, hjólabretti, hjólaskautar og allt slíkt er ekki leyfilegt vegna mögulegrar skemmda- og slysahættu.

Hvernig veit ég hvenær ég á rástíma?

Kaupendur velja sér rástíma við miðakaup og koma þau fram á miðanum. Einnig fá allir hlauparar armband með rástíma sínum sem nauðsynlegt er að koma með í hlaupið.

Get ég fært rástíma minn eftir að ég kaupi miða?

Það gæti verið hægt í einhverjum tilfellum en það er háð því að laust sé í það holl sem þú vilt færa þig í. Hafðu samband við okkur og við sjáum hvað við getum gert. Við lofum þó engu.

Get ég fengið endurgreitt?

Nei, því miður er ekki endurgreitt nema að hlaupið fari ekki fram vegna einhverra óviðráðanlegra orsaka en þú getur gefið öðrum miðann þinn.

Hvað er innifalið í miðanum?

Fyrst og fremst skemmtun engri lík. Hlaupagögnin innihalda hlaupanúmer, bol, ennisband, drykk og armband með tímasetningu þinni.

Ég er með fyrirspurn vegna miðakaupanna, við hvern tala ég?

Sendu línu eða hringdu í midi.is, þau eru með 100% svör fyrir þig. Sendu póst á midi@midi.is eða hringdu í 540 9800.

Hvar og hvenær nálgast ég hlaupagögnin?

Hlaupagögn verða afhent í Hagkaup Smáralind fimmtudaginn 15. ágúst frá kl. 10 til 21 og föstudaginn 16. ágúst frá kl. 10 til 19. Einnig verður hægt að sækja hlaupagögn í Laugardalinn frá kl. 09 á hlaupadegi en mæta skal tímanlega til þess.

Get ég sótt hlaupagögn fyrir aðra eða geta aðrir sótt fyrir mig?

Já, ekkert mál svo lengi sem þú ert með miða viðkomandi með strikamerkinu eða aðrir með miðann þinn. Aðeins er hægt að skanna hvern miða einu sinni.

Eru áhorfendur velkomnir?

Auðvitað en aðgengi að hindrunum er þó oft takmarkað, fer eftir aðstæðum hverju sinni.

Hvað ef ég er með rosalega góða spurningu sem ekki hefur verið svarað hér?

Ef þú hefur ekki fundið svar við spurningu þinni biðjum við þig endilega um að senda okkur tölvupóst og við svörum um hæl. Ef spurning þín er ótrúlega góð er aldrei að vita nema að hún rati inn á nákvæmlega þessa síðu hér. WOW! Það yrði eitthvað!